Vinnustaðanám
Vinnustaðanám fer fram í iðnfyrirtækjum sem eru með nemaleyfi.
Í vinnustaðanámi þjálfast iðnneminn að leysa raunveruleg verkefni og öðlast skilning á hæfnikröfum í atvinnulífi. Nemarnir þjálfast í að vinna eftir stöðlum og viðurkenndum verkferlum. Þau þjálfast að fylgja eftir öryggis- og umhverfiskröfum vinnustaðarins; þjálfast í samskiptum og samvinnu; að efla faglega færni sína; að veita þjónustu og fl. Vinnustaðanám styrkir alhliða færni nemans að sinna fjölbreytilegum verkefnum í atvinnulífi.
Vinnustaðanám erlendis
Iðnnemum hafa tækifæri að taka hluta af vinnustaðanámi sínu í öðrum Evrópulöndum. Vinnustaðanámið þarf að lágmarki að vera tvær vikur og er skráð í ferilbók nemans. Ing Birna Antonsdóttir fjallar hér um möguleika Erasmus + styrkjakerfisins sem er ætlað að auka möguleika á vinnustaðanámi erlendis.
Iðan fræðslusetur veitir nánari upplýsingar um styrki til vinnustaðanáms í Evrópu
Laus nemapláss
Laus nemapláss eru m.a. auglýst á vef alfred.is. Þar birtast m.a. auglýsingar frá fyrirtækjum sem bjóða iðnnemum vinnustaðanám.
Spurt & svarað
Á vef Stjórnarráðs Íslands er haldið utan um allar leiðbeiningar um vinnustaðanám og rafrænar ferilbækur.
Hér finnur þú svör við spurningum eins og:
- Ef nemi skiptir um skóla, er notuð sama ferilbók?
- Hvernig lýkur vinnustaðanámi?
- Er vinnustaðanám á skólaleið lánshæft?
Viltu vita meira?
Fyrirtæki
Fyrirtæki með nemaleyfi eru skráð á birtingaskrá og geta sótt styrk í vinnustaðanámssjóð
Iðnnám
Iðnnám stunda nemendur í sinni iðngrein, í skóla og á vinnustað og sækja um að þreita sveinspróf.
Nám og fræðsla
Nemastofa veitir aðstoð þegar kemur að þjálfun, kennslu og vellíðun á vinnustað