Search
Close this search box.

Fyrirtæki

Nemaleyfi

Fyrirtæki þurfa að vera með skráð nemaleyfi í þeim starfsgreinum sem þau bjóða iðnnemum vinnustaðanám.

Stjórnvöld setja fyrirtækjum skilyrði til að vera skrá fyrirtækja með nemaleyfi í Reglugerð um vinnustaðanám 180/2021.

Til þess að sækja um nemaleyfi þarf að fylla út umsókn um nemaleyfi

Birtingaskrá

Menntamálastofnun heldur utan um birtingaskrá sem er listi yfir fyrirtæki sem bjóða iðnnemum vinnustaðanám.  

Í birtingaskránni er hægt að leita eftir fyrirtækjum, eftir starfsgreinum og fyrirtækjum í einstaka landshlutum.

Rafræn ferilbók

Rafræn ferilbók er handbók nemans á vinnustað og meistara hans.  Skólinn stofnar ferilbók iðnnema við upphaf vinnustaðanáms.

Ferilbók er áætlun um þjálfun í verkflokkum og verkþáttum í einstaka starfsgreinum.

Neminn ber ábyrð á ferilbókinni og skráir í bókina þegar þjálfun er lokið í einstaka verkflokkum og verkþáttum.

Mikilvægt er að neminn og meistarinn fari reglulega yfir verkefni vinnustaðanámsins, ræði næstu skref o.fl. og skrái ferilbókina. 

Meistari eða tilsjónaraðili á vinnustað meta í framhaldi hvort neminn hafi öðlast tilskylda færni í verkefnum á vinnustaða og staðfesta í ferilbók.  

 

Vinnustaðanámssjóður

Hjá Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís, er starfræktur Vinnustaðanámssjóður

Vinnustaðanámssjóður styður við fyrirtæki sem bjóða iðnnemum vinnustaðanám. Sjóðnum er ætlað hvetja fyrirtæki að taka nema á námssamning og almennt styðja við þjálfun iðnnema í fyrirtækjum. Umskóknarfrestur í sjóðinn er í nóvember á hverju ári. 

Fyrirmyndarfyrirtæki

Nemastofa atvinnulífsins veitir árlega verðlaun, fyrirmyndarfyrirtæki Nemastofu atvinnulífsins.

Verðlaunin eru veitt þeim fyrirtækjum sem hafa náð góðum árangri í þjálfun iðnnema í vinnustaðanámi

Markmið Nemastofu atvinnulífsins er að stuðla að fjölgun faglærðs fólks í atvinnulífi og fjölga nemum og námstækifærum í iðn- og starfsnámi.

 

Hvar finn ég laus nemapláss?

Laus nemapláss

Þú finnur laus nemapláss á vefnum alfred.is. Þar auglýsa fyrirtæki sem taka nema í vinnustaðanám þau nemapláss sem eru laus hverju sinni.