Hi, I'm a global tooltip.
Verkefni
Verkefni Nemastofu atvinnulífsins er stuðla að fjölgun faglærðs starfsfólks í atvinnulífi m.a með að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem bjóða nemum vinnustaðanám. Efla kennslu og þjálfun iðnnema á vinnustað og almennt stuðla að auknum gæðum í iðnnámi.
Markmið
- hvetja fyrirtæki til að skrá sig á lista fyrirtækja með nemaleyfi í iðngreinum
- hafa yfirsýn yfir fjölda nema í vinnustaðanámi og mæta þörfum iðnnema fyrir vinnustaðanám.
- bjóða þjálfun og fræðslu til iðnmeistara og tilsjónaraðila sem taka á móti nemum
- vera samstarfsvettvangur umræðu um verkefni og viðfangsefni þjálfunar á vinnustað.
- standa fyrir viðburðum og ráðstefnum um vinnustaðanám
- vekja athygli á fyrirmyndarfyrirtækjum sem standa vel að þjálfun nema á vinnustað
- kynna iðn- og starfsnám og fjölbreytt störf í iðnaði.
Eigendur
Nemastofa atvinnulífsins er í jafnri eigu Iðunnar og Rafmenntar fyrir hönd fyrirtækja og félagsmanna sem standa að viðkomandi félögum.
Mennta- og barnamálaráðuneytið veitti Nemastofu atvinnulífsins styrk til sérstakra átaksverkefna fyrir árin 2022 og 2023.
Ársskýrslur
Sjálfbærnistefna
Hafa samband
Ef þið hafið fyrirspurnir eða óskið eftir nánari upplýsingum, sendið okkur línu:
Símanúmer: 624-2500
Ólafur Jónsson Forstöðumaður Nemastofu