Fyrirtæki
Vinnustaðanám
Nám og fræðsla
Vinnustaðanám
Iðnnám skiptist í skólanám og nám á vinnustað og myndar eina samfellda heild. Iðnnámi lýkur með sveinsprófi. Vinnustaðanám fer fram í fyrirtækjum og stofnunum sem hafa staðfest nemaleyfi. Fyrirtæki sem hafa nemaleyfi eru auglýst á birtingaskrá fyrirtækja sjá https://ferilbok-vinnustadir.inna.is/vinnustadir. Þegar vinnustaðanám hefst stofnar skólinn ferilbók nemans sem er jafnframt samningur um þjálfun á vinnustað á milli skólans, fyrirtækisins og meistara og nemans.
Í vinnustaðanámi þjálfast iðnneminn að vinna við og leysa raunveruleg verkefni á vinnustað. Neminn öðlast dýpri skilning á gæða- og hæfnikröfum fyrirtækja og starfsgreina; þjálfast að vinna eftir verkferlum; öryggis- og umhverfiskröfum; í samskiptum; samvinnu; þjónustu og fl. Vinnustaðanám styrkir alhliða færni nemans á vinnumarkaði og tækifæri hans að starfa við faggrein sína.
Spurt og svarað um vinnustaðanám og rafrænar ferilbækur.
Iðn og starfsnám
Það er mikill ávinningur að velja iðn- og starfsnám https://namogstorf.is/tiu-astaedur/ og hér á landi er hægt að velja um iðnnám á mjög fjölbreyttu sviði https://namogstorf.is/starfaleit/. Hér er að finna sögur iðnnema https://namogstorf.is/fyrirmyndir-i-starfi/ og https://namogstorf.is/idn/malm-og-veltaekni/
Sveinspróf eru hæfnipróf atvinnulífsins og jafnframt lokapróf í iðngrein. Hér eru upplýsingar um skipulag og tímasetningar á næstu sveinsprófum;
Í rafiðngreinum https://www.rafmennt.is/is/um-sveinsprof
Bygginga- og mannvirkjagreinum https://idan.is/sveinsprof/bygginga-og-mannvirkjagreinar/
Málm- og véltækingreinum https://idan.is/sveinsprof/malm-veltaekni-og-framleidslugreinar/
Snyrtigreinum https://idan.is/sveinsprof/snyrtigreinar/
Matvæla- og veitingagreinum https://idan.is/sveinsprof/matvaela-veitinga-og-ferdathjonustugreinar/
Bíliðngreinum https://idan.is/sveinsprof/bilidngreinar/
Hönnunar- og handverksgreinum https://idan.is/sveinsprof/honnunar-og-handverksgreinar/
Upplýsinga- og fjölmiðlagreinum https://idan.is/sveinsprof/upplysinga-og-fjolmidlagreinar/