Nemaleyfi
Fyrirtæki sem bjóða iðnnemum vinnustaðanám þurfa að vera með skráð nemaleyfi í þeim starfsgreinum sem þau bjóða og eins upplýsa um fjölda nemaplássa í boði fyrirtækisins.
Í reglugerð um vinnustaðanám 180/2021 er að finna nánari upplýsingar um skilyrði fyrir nemaleyfi í iðngreinum.
Hér er krækja á umsókn um nemaleyfi í iðngreinum umsókn um nemaleyfi.
Birtingaskrá
Birtingaskrá er listi yfir fyrirtæki sem bjóða iðnnemum vinnustaðanám. Í skránni er hægt að flétta upp fyrirtækjum sem bjóða vinnustaðanám, eftir starfsgreinum og staðsetningu fyrirtækja eftir póstnúmerum.
Rafræn ferilbók
Rafræn ferilbók er handbók nema í vinnustaðanámi en skólinn stofnar ferilbók við upphaf vinnustaðanáms. Í ferilbók er verkefnum og færnikröfum starfsgreina lýst. Neminn ber ábyrgð á ferilbókinni sinni og skráir við verkþætti og verkflokka í bókinni eftir því sem námi á vinnustað vindur fram. Meistari eða skráður tilsjónaraðili nemans meta framistöðu hans í vinnustaðanámi og staðfesta þegar neminn hefur öðlast tilskylda færni í verkflokkum ferilbókar. Mikilvægt er að neminn og meistarinn skrái og staðfesti verkefni ferilbókar með reglulegum hætti.
Vinnustaðanámssjóður
Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís, hefur umsjón með Vinnustaðanámssjóði, en sjóðnum er ætlað að styðja við fyrirtæki sem bjóða iðnnemum vinnustaðanám.
Umskóknarfrestur í Vinnustaðanámssjóð er í byrjun nóvember.
Fyrirmyndarfyrirtæki
Nemastofa atvinnulífsins veitir árlega verðlaun til fyrirtækja og meistara sem hafa náð góðum árangri í þjálfun iðnnema á vinnustað.
Verðlaunaafhending fyrirmyndarfyrirtækja Nemastofu atvinnulífsins fer alla jafna fram í byrjun febrúar.