Iðnnám

Námsleiðir í iðnnámi

Á vefnum Næsta skref er að finna upplýsingar um námstækifæri í iðn- og verkgreinum hér á landi.  Vefurinn er samstarfsverkefni Nemastofu atvinnulífsins, Rafmenntar, Iðunnar fræðsluseturs.

Iðngreinar sem hægt er að leggja stund á nám í til þess að hljóta fagréttindi eru í bygginga- og mannvirkjagreinum, bílgreinum, hönnun og handverksgreinum, matvæla- og veitingagreinum, í garðyrkju, málm- og véltæknigreinum, rafiðngreinum, prent- og miðlunargreinum og snyrtigreinum.  

Sveinspróf

Sveinspróf eru lokapróf í löggiltum iðngreinum. Fyrir töku sveinsprófs þarf  iðnnemi að hafa lokið námi í skóla og á vinnustað þ.e.a.s. að hafa uppfyllt kröfur ferilbókar í sinni grein undir handleiðslu meistara í faginu. 

Iðan fræðslusetur og Rafmennt taka á móti umsóknum um sveinspróf.  Sjá nánar: 

Viltu vita meira?

Fyrirtæki

Fyrirtæki með nemaleyfi eru skráð á birtingaskrá og geta sótt styrk í vinnustaðanámssjóð

Vinnustaðanám

Vinnustaðanám fer fram undir handleiðslu meistara eða tilsjónarmanns

Nám og fræðsla

Nemastofa veitir aðstoð þegar kemur að þjálfun, kennslu og vellíðun á vinnustað

Scroll to Top