Nám & störf
Á vefnum Námogstörf.is er að finna upplýsingar um nám og störf í iðngreinum.
Vefurinn Nám og störf er samstarfsverkefni Nemastofu atvinnulífsins, Rafmenntar, Iðunnar fræðsluseturs og Verkiðnar.
Iðngreinar sem hægt er að leggja stund á nám í til þess að hljóta fagréttindi til að starfa í eru fjölmargar og má nefna bílgreinar, hönnun og handverk, matvæla- og veitingagreinar, garðyrkju, rafiðngreinar og snyrtigreinar.
Næsta skref
Á vefnum Næsta skref finnur þú upplýsingar um námsframboð og störf á íslenskum vinnumarkaði, ráðgjöf og raunfærnimatsleiðir.
Hvað er sveinspróf?
Sveinspróf eru lokapróf sem iðnnemi tekur þegar hann hefur lokið iðnnámi í skóla og lokið vinnustaðanámi (lokið ferilbók) hjá meistara í sínu fagi.
Þegar nemi hefur útskrifast út skóla í sínu iðnnámi og hefur lokið samningsbundnu vinnustaðanámi getur hann sótt um að taka sveinspróf hjá Iðunni fræðslusetri sem sér um þau.
Til þess að taka sveinspróf þarf að sækja um það og skila inn gögnum.
Hvenær eru sveinspróf?
Hvenær sveinspróf eru haldin er mismunandi eftir iðngreinum. Það er einnig háð fjölda, þ.e. ef ekki fæst næg þátttaka, getur sveinspróf fallið niður.
Upplýsingar um fyrirkomulag og næstu sveinspróf, eftir iðngreinum má finna: