Search
Close this search box.

Sjálfbærnistefna

Sjálfbærnistefna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Sjálfbærnistefna Nemastofu atvinnulífsins miðar að því að stuðla að jöfnum tækifærum allra að stunda iðnnám hér á landi; efla markvissa kennslu og þjálfun iðnnema á vinnustað; stuðla að skapandi og heilbrigðu umhverfi vinnustaðanáms; jafnræði til náms og stuðla að aukinni fagmennsku í iðngreinum.


Markmið Nemastofu atvinnulífsins er að vinna að fjölgun faglærðs starfsfólks í atvinnulífi; fjölga nemum og námstækifærum í iðn- og starfsnámi; styðja og hvetja iðnnema sem eru ekki með íslensku að móðurmáli í iðnnámi; vinna gegn brottfalli í iðn- og starfsnámi; stuðla að jafnari kynjahlutfalli í iðngreinum; stuðla að bættri ímynd vinnustaðanáms og vitund um mikilvægi jákvæðarar vinnustaðamenningar og fl.


Sjálfbærnistefnan miðar að því að skerða ekki möguleika komandi kynslóða að mæta þörfum sínum m.a með því að halda úti öflugri og sjálfbærri iðnmenntun í landinu. Þjálfun og kennsla sem Nemastofa skipuleggur fyrir iðnfyrirtæki tekur mið af sjálfbærnistefnunni.

Þjálfun og kennsla

Verkefni Nemastofu atvinnulífsins er að styðja við fyrirtæki sem bjóða vinnustaðanám s.s. bjóða þjálfun og kennslu iðnnema á vinnustað; um rafræna ferilbók; kynna leiðir til að innleiða og viðhalda jákvæðri vinnustaðamenningu; auka þekkingu innan fyrrtækja á menningarlegum fjölbreytileika og fl.


Verkefni Nemastofu er m.a. að stuðla að góðu starfsumhverfi nema í fyrirtækjum óháð kyni. Mikill kynjahalli er iðngreinum en liður í því að fjölga faglærðum á vinnumarkaði er að fjölga konum í iðngreinum. Auka þarf þekkingu tilsjónarmanna og meistara á hagnýtum og gagnlegum aðferðum sem stuðla að jákvæðum samskiptum og vellíðan á vinnustað. Nemastofa vinnur að því að taka saman og miðla vefvænu fræðsluefni um notkun á rafrænni ferilbók, jákvæða vinnustaðamenningu, um fjölbreytilegan menningarlega bakgrunn iðnnema og fl.

Fyrirmyndarfyrirtæki

Nemastofa atvinnulífsins veitir árlega fyrirtækjum viðurkenningu fyrir framlag þeirra í kennslu og þjálfun nema á vinnustað. Viðmið Nemastofu er að að fyrirtæki tekið þátt í þjálfun og kennslu nema á vinnustað; hafi undirbúið nemana vel undir störf á vinnumarkaði; hafi innleitt lærdómsumhverfi;  hafi innleitt forvarnarstefnu; staðið með réttindum nema og skapað uppbyggilegt námsumhverfi á vinnustað. 

Sjá nánar: Fyrirmyndarfyrirtæki Nemastofu atvinnulífsins

Menntun fyrir alla í öllum iðngreinum

Tryggja sem jafnastan aðgang að góðu viðnnustaðanámi og tækifærum til náms alla ævi. Eftir megni stuðla að fjölgun nema í iðn- og starfsnámi og takmarka eins og kostur er að umsækjendum um iðnnám sé hafnað um skólavist; taka þátt í að skipuleggja skólanám og vinnustaðanám í fámennum iðngreinum; taka þátt í aðgerðum sem miðar að því að auka stuðning til fyrirtækja sem taka þátt í þjálfun og kennslu iðnnema m.a. með auknu framlagi úr Vinnustaðanámssjóð.

Iðnmeistarar og tilsjónarfólk nema á vinnustað hafa jafnan aðgang að þjónustu Nemastofu óháð búsetu s.s. námskeiðum, fyrirlestrum, fræðslu- og kynningarefni og fl. sem tengist vinnustaðanámi.

Jafnrétti

Heilsa og vellíðan á vinnustað og í vinnustaðanámi. Vinna gegn allri mismunun gagnvart konum og stúlkum í iðnnámi. Fyrirtæki sem bjóða vinnustaðanám staðfesti nk. samskiptasáttmála sem miðar að því að vinna gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Fyrirtækin eru meðvituð um skyldur sínar að stuðla að góðri vinnustaðamenningu. Nemastofa vinnur geng brotthvarfi nema úr iðnnámi. Þá er einnig unnið að því að auðvelda fullorðnum einstaklingum að ljúka iðnnámi.

Nýsköpun og uppbygging

Stuðlað verði að sjálfbærri iðnþróun fyrir alla og hlutur iðnaðar í atvinnulífi og vergri landsframleiðslu aukist verulega. Þeim markmiðum verður náð með stöðugri endurskoðun á hæfnikröfum iðngreina sem fylgt verður eftir í skóla- og vinnustaðanámi nemenda og hvatningu til stöðugrar símenntunar og virkri þátttöku í áframhaldandi starfsþróun í iðngreinum í samstarfi við iðnmenntafyrirtæki í atvinnulífi.

Rannsóknir og kynningarstarf

Nemastofa beitir sér fyrir rannsóknum á brottfalli nema úr iðnnámi og greiningu á ástæðum  brotthvarfs nema;  vinna að því að fjölga tækifærum iðnnema sem eru ekki með íslensku að móðurmáli;  beita sér fyrir því að fjölga iðnnemum og sérstaklega konum í iðnnámi.   

Í samstarfi við þar til bæra aðila verði unnið markvisst að því að meta og greina færniþörf til framtíðar í öllum iðngreinum.  

15. júní 2023