Search
Close this search box.

Iðnskólarnir sprungnir: Skortir aukið rekstrarfé

Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur verið skortur á iðnmenntuðum á vinnumarkaði á síðustu árum en á sama tíma hefur 600-1.000 nemendum verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Iðnskól­ar lands­ins eru komn­ir að þol­mörk­um. Þörf er á að bæta við hús­næði og aukið rekstr­ar­fé skort­ir til að geta tekið við fleiri nem­end­um. Þetta er meðal niðurstaðna nýrr­ar grein­ing­ar Sam­taka iðnaðar­ins (SI) sem birt er í dag.
Eins og komið hef­ur fram í Morg­un­blaðinu hef­ur verið skort­ur á iðnmenntuðum á vinnu­markaði á síðustu árum en á sama tíma hef­ur 600-1.000 nem­end­um verið vísað frá iðnnámi sam­an­lagt á haust- og vorönn.

Skila halla til að mæta mikl­um fjölda um­sókna


Sam­kvæmt grein­ingu SI er hús­næði iðnskóla lands­ins full­nýtt. „Meta skól­arn­ir sem svara könn­un­inni að þeir geti tekið við sam­an­lagt 4.876 nem­end­um inn­an nú­ver­andi hús­næðis. Heild­ar­fjöldi í iðnnámi hjá þess­um skól­um er nú 4.653 og er nýt­ing­ar­hlut­fallið því ríf­lega 95%,“ seg­ir í grein­ing­unni þar sem vísað er í könn­un SI meðal skóla­stjórn­enda.
Þar kem­ur jafn­framt fram að áætlaður kostnaður við iðnnám við þá skóla sem svara könn­un­inni sé tæp­lega 9,5 millj­arðar króna á þessu skóla­ári. Sam­kvæmt könn­un­inni taka flestall­ir iðnskól­ar við fleiri nem­end­um en sem nem­ur fjár­magn­inu sem til þeirra er út­hlutað í fjár­lög­um. Marg­ir iðnskól­ar skila því halla til að mæta þeim mikla fjölda sem sæk­ir um nám í skól­un­um.

Vant­ar um einn millj­arð


Rétt um einn millj­arð króna vant­ar í skól­ana til að ná end­um sam­an og full­nýta skóla­hús­næðið. Þar fyr­ir utan vant­ar ann­an millj­arð inn í skól­ana til að bæta tækja­kost í nú­ver­andi hús­næði svo unnt sé að bjóða upp á iðnnám sem stenst nú­tíma­kröf­ur. Auk þess vant­ar fjár­magn til að fjölga kenn­ur­um, seg­ir í grein­ing­unni.

Fréttin birtist fyrst á mbl.is þann 13. desember 2023.