Search
Close this search box.

Stefnir í metfjölda nýsveina á árinu 2023

Á árinu luku samtals 890 iðnnemar sveinsprófi í samtals 32 iðngreinum en það einn fjölmennasti hópur iðnnema sem hefur lokið sveinsprófi hér á landi frá aldamótum.

Nýsveinar í mannvirkjagreinum er fjölmennasti hópurinn en samtals luku 546 iðnnemar sveinsprófi á árinu, í málmiðingreinum luku 105 sveinsprófi, í bíliðngreinum luku 62 sveinsprófi, í matvæla- og veitingagreinum 76, í snyrtigreinum 76, í prent- og miðlunargreinum samtals 7 og í handverks- og hönnunargreinum samtals 17.