Fjölmennur hópur þreytti sveinspróf í rafeindavirkjun í Verkmenntaskólanum á Akureyri
dagana 11. – 13. desember sl.
Prótakar voru samtals 16 en þetta er einn fjölmennasti
árgangur nemenda í rafeindavirkjun sem lýkur sveinsprófi í greininni á Akureyri.
Prófið var haldið í Verkmenntaskólanum á Akureyri við góðar aðstæður en skólinn er vel tækjum búinn
til kennslu í greininni.
Í tilefni þessara tímamóta gaf RAFMENNT próftökum verkfæri að gjöf.
Ný prófnefnd var skipuð í rafeindavirkjun í haust og var sveinsprófið á Akureyri fyrsta verkefni nefndarinnar.