Search
Close this search box.

Þurfa 800 rafvirkja næstu fimm árin

Sam­kvæmt nýrri grein­ingu frá Sam­tök­um iðnaðar­ins er veru­leg­ur skort­ur á raf­virkj­um á Íslandi. Þá er sá fjöldi sem út­skrif­ast ár­lega með sveins­próf í raf­virkj­un langt und­ir áætlaðri meðalþörf fyr­ir­tækja í rafiðnaði.

Jó­hanna Klara Stef­áns­dótt­ir er sviðsstjóri mann­virkja­sviðs SI og bend­ir hún á að frá 2018 til 2023 hafi að meðaltali 142 ein­stak­ling­ar lokið sveins­prófi í raf­virkj­un en reiknað sé með að ís­lensk rafiðnaðarfyr­ir­tæki þurfi að fylla um 160 stöður raf­virkja ár­lega á næstu fimm árum. „Þá er eft­ir að taka til­lit til þeirr­ar upp­söfnuðu þarfar sem hef­ur mynd­ast í grein­inni, og eins þarf að taka með í reikn­ing­inn að alls ekki all­ir sem ljúka sveins­prófi ákveða að starfa við raf­virkj­un enda þykir iðnnámið góður grunn­ur fyr­ir áfram­hald­andi nám af ýms­um toga,“ seg­ir hún.

Grein­ing SI er byggð á könn­un sem Outcome gerði á meðal aðild­ar­fyr­ir­tækja sam­tak­anna og kom í ljós að fyr­ir­tæki í rafiðnaði gera ráð fyr­ir að ráða um 940 manns á næstu fimm árum, þar af 800 raf­virkja.

Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins

Fréttin birtist 26.02.2024 á mbl.is