Kjarnafæði Norðlenska er í hópi fyrirmyndafyrirtækja Nemastofu atvinnulífsins 2025

Kjarnafæði Norðlenska er eitt stærsta matvælafyrirtæki landsins og  leggur fyrirtækið ríka áherslu að styðja við og efla fagþekkingu í  matvælaiðnaði. Fyrirtækið hefur verið öflugur þátttakandi í þjálfun og kennslu nema kjötiðn með góðum árangri en nú eru samtals 10 nemar á námssamningi hjá fyrirtækinu – fimm konur og fimm karlar.