Categories
Uncategorized

SECURITAS er í hópi fyrirmyndafyrirtækja Nemastofu atvinnulífsins 2025

SECURITAS  hefur  verið leiðandi fyrirtæki í öryggismálum á Íslandi síðastliðin 40 ár m.a. með því að hanna, setja upp og þjónusta fjölda kerfa og búnaðar sem tengist því sviði.  Fyrirtækið hefur verið öflugur þátttakandi í þjálfun nema í rafiðngreinum og  þróað markvissa og skipulega þjálfun fyrir nema m.a með því að setja upp sérstaka aðstöðu fyrir viðbótarþjálfun og kennslu í greininni

Categories
Uncategorized

Kjarnafæði Norðlenska er í hópi fyrirmyndafyrirtækja Nemastofu atvinnulífsins 2025

Kjarnafæði Norðlenska er eitt stærsta matvælafyrirtæki landsins og  leggur fyrirtækið ríka áherslu að styðja við og efla fagþekkingu í  matvælaiðnaði. Fyrirtækið hefur verið öflugur þátttakandi í þjálfun og kennslu nema kjötiðn með góðum árangri en nú eru samtals 10 nemar á námssamningi hjá fyrirtækinu – fimm konur og fimm karlar.

Categories
Uncategorized

Brimborg er í hópi fyrirmyndafyrirtækja Nemastofu atvinnulífsins 2025

Saga Brimborgar spannar yfir 60 ár og  er fyrirtækið leiðandi á íslenskum bíla- og bílaleigumarkaði. Brimborg leggur ríka áherslu á starfsþjálfun og starfsþróun starfsfólks og styður dyggilega við nema í vinnustaðanámi í bíliðngreinum og vélvirkjun

Categories
Uncategorized

Fyrirmyndafyrirtæki Nemastofu atvinnulífsins 2025

Fyrirmyndarfyrirtæki Nemastofu atvinnulífsins árið 2025 eru fyritækin Brimborg, Kjarnafæði Norðlenska og Securitas.

Nemastofa atvinnulífsins veitir fyrirtækjum og iðnmeisturum sem hafa náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað sérstaka viðurkenningu fyrir framlag þeirra til starfsmenntunar í landinu.

Categories
Uncategorized

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð

Sækja um hér…. https://www.rannis.is/sjodir/menntun/vinnustadanamssjodur/