Samtök rafverktaka benda á að skortur sé á iðnmenntuðu starfsfólki hér á landi, sérstaklega í greinum sem tengjast uppbyggingu orkukerfa, orkuskiptum og orkunýtingu. Ef Ísland ætli að standa undir eigin markmiðum um sjálfbæra þróun og aukna orkunýtingu þarf að grípa til sambærilegra aðgerða og Evrópusambandið hyggst ráðast í.
Efling iðnmenntunar, nánari tenging milli atvinnulífs og menntakerfis og stefnumótun byggð á raungögnum um færniþarfir framtíðarinnar eru lykilatriði. Samtök rafverktaka munu áfram vinna að því að efla þessi mál til að tryggja að íslenskur iðnaður búi yfir þeim mannauði sem nauðsynlegt er til að halda áfram á braut nýsköpunar og sjálfbærrar þróunar.
Sjá grein Kristjáns Daníels Sigurbergssonar framkvæmdastjóra SART á vef Visis 16.09.25