Hi, I'm a global tooltip.
Er fyrirtækið þitt með leyfi til að þjálfa nema?
Sótt er um nemaleyfi til Menntamálastofnunar, sjá nánar hér.
Almenn skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að taka nemendur í vinnustaðanám eru eftirfarandi:
- Iðnmeistari, fyrirtæki eða stofnun skal hafa á að skipa hæfum tilsjónarmanni sem býr að góðri fagþekkingu, færni í mannlegum samskiptum og hefur yfirsýn yfir helstu verkefni viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.
- Iðnmeistari, fyrirtæki eða stofnun skal hafa með höndum næg verkefni á starfssviði sínu til að geta annast fullnægjandi kennslu samkvæmt námskrá starfsgreinarinnar.
- Iðnmeistari, fyrirtæki eða stofnun skal hafa yfir að ráða vinnustað eða verkstæði með fullnægjandi aðstöðu, faglegri þekkingu og námstækifærum, ásamt vélum, tækjum, áhöldum og búnaði sem viðkomandi starfsgrein útheimtir.
- Í fyrirtæki í löggiltri iðn, sem rekið er undir forstöðu meistara samkvæmt iðnaðarlögum nr. 42/1978, skal tilsjónarmaður nemenda ávallt hafa iðnréttindi í þeirri iðngrein sem hann hyggst kenna.
- Skilyrði sem sett eru í almennum ákvæðum aðalnámskrár um nám og starfsþjálfun á vinnustað.