Search
Close this search box.

Skólasamningur

Skólasamningur er gerður milli skóla og iðnmeistara

Skólasamningur er gerður milli skóla og iðnmeistara um vinnustaðanám nemandans sem fer fram á vinnustað. Áður en gerður er skólasamningur skal skóli hafa fullreynt að koma nemanda á iðnmeistarasamning og tilkynnt það til meistarafélags viðkomandi iðngreinar þar sem það á við. Skóli skipuleggur vinnustaðanám í samstarfi við vinnustaði þannig að nemandi geti náð þeirri hæfni sem kveðið er á um í starfalýsingu og hæfnikröfum fyrir viðkomandi starf.