Search
Close this search box.
Categories
Uncategorized

Iðnmeisturum í rafvirkjun fjölgar

Þann 15. desember sl. brautskráðustu 24 nemendur úr iðnmeistaranámi í rafvirkjun.

Við þau tímamót bauð RAFMENNT til útskriftarveislu til að samfagna þessum áfanga með verðandi rafvirkjameisturum.

Þeir Kristján Þórður Snæbjarnason formaður RSÍ, Rafiðnaðarsambands Íslands og Pétur Hákon Halldórsson formaður FLR, félags löggiltra rafverktaka, og varaformaður SART, samtaka fyrirtækja í rafiðnaði, fluttu ávörp og fjögnuðu þessari viðbót iðnmeistara í greininni.

Nemastofa atvinnulífsins óskar hinum nýútskrifuðu iðnmeisturum í rafvirkjun hjartanlega til hamingju með áfangann og hlakkar til ánægjulegs samstarfs í framtíðinni.

Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ
Pétur Hákon Halldórsson formaður FLR og varaformaður SART
Útskrifarhópur 2023 meistarar í rafvirkjun
Útskriftarhópurinn 2023, alls 24 iðnmeistarar í rafvirkjun