Categories
Uncategorized

Mín framtíð 2025 – keppnis- og sýningargreinar

Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina 13. – 15. mars 2025 í Laugardalshöll verður að þessu sinni keppt í 19 faggreinum þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni sem reyna á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.

Greinarnar eru: bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, bílamálun, forritun, grafísk miðlun, hársnyrtiiðn, húsasmíði, málmsuða, pípulagnir, rafeindavirkjun, rafvirkjun, skrúðgarðyrkja, snyrtifræði, vefþróun, veggfóðrun og dúkalögn, gull- og silfursmíði, fataiðn, málaraiðn og múriðn. 

Sigur á Íslandsmótinu getur gefið möguleika á að keppa í Evrópu á Euroskills en næsta keppni fer fram í Herning í Danmörku í september 2025. 

18 sýningargreinar

Allar keppnisgreinarnar 19 sýna einnig og kynna sig fyrir gestum. Á Minni framtíð sýna að auki 18 iðn- og verkgreinar á mótssvæðinu og leyfa gestum jafnvel að prófa handtökin. Þær sýningargreinar sem um ræðir eru: hljóðtækni, kvikmyndatækni, ljósmyndun, matreiðsla, framreiðsla, bakstur, konditor, kjötiðn, blikksmíði, megatronics, rennismíði, vélvirkjun, blómaskreytingar, garð-og skógarplöntuframleiðsla, ræktun matjurta, jarðvirkjun, búfræði og sjúkraliðun.  

24 framhaldsskólar kynna námsframboð

24 framhaldsskólar munu kynna námsframboð sitt en von er á rúmlega 9000 nemendum 9. og 10. bekkja á viðburðinn. Skólarnir eru: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Framhaldsskólinn á Laugum, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Landbúnarháskóli Íslands, Lýðskólinn á Flateyri, Menntaskólinn í Kópavogi,  Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskóli Borgarfjarðar, Menntaskóli í tónlist, Menntaskólinn á Ísafirði, Menntaskólinn við Sund, Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tækniskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Verzlunarskóli Íslands.

Stuðningur við nám ungs fólks

Hefð er fyrir því að menntastofnanir, samtök ungs fólks og fyrirtæki sem styðja við nám ungs fólks kynni starfsemi sína. Þær menntastofnanir, samtök og fyrirtæki sem hafa nú þegar skráð sig til leiks eru:

Félag náms- og starfsráðgjafa, Iðnú, RAFMENNT, Sindri, RSÍ-ung, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Rannís kynnir Erasmus+ styrki og möguleika á námi erlendis og Fjölbrautskólinn í Breiðholti kynnir sérstaklega Fab Lab smiðjuna sem er hluti af skapandi samfélagi Breiðholts en markmið Fab Lab er að efla tæknilæsi og nýsköpun í samfélaginu. 

Áhersla á STEAM-greinar

Þungamiðja viðburðarins er alltaf kynning á iðn- og verknámi á Íslandi en nú verður sérstök áhersla lögð á kynningu á STEAM-greinum sem eru vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Segja má að þessar greinar tengi sterkt saman iðn- og tækninám og bóklegar greinar. Þessi kynning verður í tengslum við kynningu á námi á Minni framtíð til grunnskólanema.

Frétt tekin af nám&störf

Categories
Uncategorized

22 í sveinsprófi í húsasmíði

Um liðna helgi þreyttu 22 sveinspróf í húsasmíði í húsakynnum byggingadeildar VMA. Sama próf var lagt fyrir verðandi húsasmíði í fjórum öðrum framhaldsskólum, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og í tveimur skólum í Reykjavík, Tækniskólanum og Fjöbrautaskólanum í Breiðholti. Samtals þreyttu um 130 sveinspróf í húsasmíði að þessu sinni en prófað er tvisvar á ári, í janúar og júní.

Prófið skiptist í bóklegan og verklegan hluta.

Bóklega prófið var í tvær klukkustundir, kl. 8-10 sl. laugardag.

Verklegi hlutinn var sl. föstudag kl. 9-18, á laugardag kl. 10-18 og sl. sunnudag kl. 8-13.
Að þessu sinni fengu próftakar það verkefni að smíða snúinn stiga, sem svo er kallaður. Vissulega ekki einfalt verkefni, eiginlega miklu frekar töluvert snúið og því þurftu próftakar að nýta tímann vel. Verklegi þáttur prófsins samanstóð af málsetningum, samsetningum, áferð og brýnslu.

Fréttin byrtist á vef VMA 08.01.25

Categories
Uncategorized

Luku sveinsprófi í pípulögnum

Í desember útskrifaðist frá VMA stærsti hópur pípulagningamanna í sögu skólans og í síðustu viku var komið að lokaáfanganum í námi þeirra sem var sveinspróf í faginu, bæði skriflegt og verklegt próf.

Sveinsprófið þreyttu sautján verðandi pípulagningamenn. Í það heila voru gefnir 24 tímar til þess að ljúka prófinu, þar af var skriflegt próf í hálfan annan tíma og verklegt próf í 22,5 tíma.

Skriflega prófið var föstudaginn 3. janúar í VMA en verklegi hluti prófsins fór fram í húsnæði Skútabergs við Krossanesbraut en þar var verkleg kennsla pípulagnanema á síðustu vikum síðustu annar.

Verklega prófið var alla síðustu viku. Til þess að koma öllum fyrir í húsnæðinu til próftöku var nemendahópnum skipt í tvo hópa. Átta nemendur þreyttu prófið sl. mánudag, þriðjudag og luku því í hádeginu sl. miðvikudag. Hinir níu nemendurnir tóku síðan verklega prófið sl. fimmtudag, föstudag og luku því um hádegi á laugardag. 

Prófdómarar voru pípulagnameistararnir Helgi Pálsson sem kom frá Reykjavík og Elías Örn Óskarsson á Akureyri, sem lengi kenndi nemendum í pípulögnum við byggingadeild VMA.

Fréttin byrtist á vef VMA 13.01.2025

Categories
Uncategorized

Útskrift Rafmenntar og afhending sveinsbréfa desember 2024

Útskrift meistaranema, kvikmyndatækni og afhending sveinsbréfa í raf- og rafeindavirkjun voru afhend við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica  þann 20. desember.

Dagskráin var glæsileg að vanda með ræðuhöldum og afhendingu viðurkenninga fyrir góðan árangur.

10 nemendur útskrifuðust úr Kvikmyndatækni.

29 meistaranemar útskrifuðust.

24 rafvirkjar luku sveinsprófunum að þessu sinni.

 7 rafeindavirkjar útskrifuðust.

Dúx í Kvikmyndatækni var Kristján Loftur Jónsson og hlaut hann verðlaun frá Stúdío Sýrlandi.

Félag Íslenskra Rafvirkja veitti Skafta Þór Einarsyni verðlaun fyrir góðan árangur í skriflega hluta sveinsprófs og Breka Gunnarssyni fyrir verklega hlutannBreki Gunnarsson fékk einnig verðlaun frá SART fyrir heildarárangur á sveinsprófi í rafvirkjun

Verðlaun vegna góðs árangurs í sveinsprófum í rafeindavirkjun frá Félagi Rafeindavirkja hlutu Albert Snær Guðmundsson fyrir skriflegan árangur og Jakob Bjarki Hjartarson fyrir verklegan árangurFyrir heildarárangur á sveinsprófi í rafeindavirkjun hlaut Albert Snær Guðmundsson verðlaun frá SART.

Fréttin byrtist á síðu RAFMENNTAR þann 21. desember 2024

Categories
Uncategorized

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð

Sækja um hér…. https://www.rannis.is/sjodir/menntun/vinnustadanamssjodur/

Categories
Uncategorized

Sveinsbréf í rafiðngreinum afhent á Akureyri

Sveinsbréfa í rafiðngreinum voru afhent í Hofi á Akureyri föstudaginn 17. maí. Að þessu sinni voru 10 rafvirkjar og 3 rafeindavirkjar sem útskrifuðust.

Linkur á fréttina

Categories
Uncategorized

Rafmennt útskrifar fjölda nemenda

Rafmennt útskrifaði fjölda nemenda úr rafiðngreinum síðastliðinn laugardag við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Um var að ræða  29 rafvirkjameistara, 10 kvikmyndatækna, 101 rafvirki og 3 rafeindavirkjar sem fengu afhent sveinsbréf. 

Linkur á fréttina

Categories
Uncategorized

Fyrirtæki í pípulögnum þurfa að ráða 360 píparar á næstu fimm árum

Félag pípulagningameistara áætla að ráða þurfi 360 pípara á næstu fimm árum og telja að skortur á fagmenntuðu starfsfólki hafi heft vöxt fyrirtækja í greininni á síðustu árum.

Linkur á fréttina

Categories
Uncategorized

Þurfa 800 rafvirkja næstu fimm árin

Sam­kvæmt nýrri grein­ingu frá Sam­tök­um iðnaðar­ins er veru­leg­ur skort­ur á raf­virkj­um á Íslandi. Þá er sá fjöldi sem út­skrif­ast ár­lega með sveins­próf í raf­virkj­un langt und­ir áætlaðri meðalþörf fyr­ir­tækja í rafiðnaði.

Jó­hanna Klara Stef­áns­dótt­ir er sviðsstjóri mann­virkja­sviðs SI og bend­ir hún á að frá 2018 til 2023 hafi að meðaltali 142 ein­stak­ling­ar lokið sveins­prófi í raf­virkj­un en reiknað sé með að ís­lensk rafiðnaðarfyr­ir­tæki þurfi að fylla um 160 stöður raf­virkja ár­lega á næstu fimm árum. „Þá er eft­ir að taka til­lit til þeirr­ar upp­söfnuðu þarfar sem hef­ur mynd­ast í grein­inni, og eins þarf að taka með í reikn­ing­inn að alls ekki all­ir sem ljúka sveins­prófi ákveða að starfa við raf­virkj­un enda þykir iðnnámið góður grunn­ur fyr­ir áfram­hald­andi nám af ýms­um toga,“ seg­ir hún.

Grein­ing SI er byggð á könn­un sem Outcome gerði á meðal aðild­ar­fyr­ir­tækja sam­tak­anna og kom í ljós að fyr­ir­tæki í rafiðnaði gera ráð fyr­ir að ráða um 940 manns á næstu fimm árum, þar af 800 raf­virkja.

Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins

Fréttin birtist 26.02.2024 á mbl.is

Categories
Uncategorized

Fyrirmyndarfyrirtæki Nemastofu atvinnulífsins 2024

Verðlaunaafhending Nemastofu atvinnulífsins til fyrirmyndafyrirtækja fór fram laugardaginn 3. febrúar sl. samhliða nýsveinahátið Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.

Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og iðnmeisturum sem hafa náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað og fyrir framlag þeirra til starfsmenntunar í landinu.

Fyrirmyndarfyrirtæki Nemastofu atvinnulífsins árið 2024 eru:

Bílaumboðið Askja

Marel

Snyrtistofan Ágústa

og

Hasar

Nánar um Fyrirmyndarfyrirtæki Nemastofu atvinnulífsins.