Search
Close this search box.
Categories
Uncategorized

Þurfa 800 rafvirkja næstu fimm árin

Sam­kvæmt nýrri grein­ingu frá Sam­tök­um iðnaðar­ins er veru­leg­ur skort­ur á raf­virkj­um á Íslandi. Þá er sá fjöldi sem út­skrif­ast ár­lega með sveins­próf í raf­virkj­un langt und­ir áætlaðri meðalþörf fyr­ir­tækja í rafiðnaði.

Jó­hanna Klara Stef­áns­dótt­ir er sviðsstjóri mann­virkja­sviðs SI og bend­ir hún á að frá 2018 til 2023 hafi að meðaltali 142 ein­stak­ling­ar lokið sveins­prófi í raf­virkj­un en reiknað sé með að ís­lensk rafiðnaðarfyr­ir­tæki þurfi að fylla um 160 stöður raf­virkja ár­lega á næstu fimm árum. „Þá er eft­ir að taka til­lit til þeirr­ar upp­söfnuðu þarfar sem hef­ur mynd­ast í grein­inni, og eins þarf að taka með í reikn­ing­inn að alls ekki all­ir sem ljúka sveins­prófi ákveða að starfa við raf­virkj­un enda þykir iðnnámið góður grunn­ur fyr­ir áfram­hald­andi nám af ýms­um toga,“ seg­ir hún.

Grein­ing SI er byggð á könn­un sem Outcome gerði á meðal aðild­ar­fyr­ir­tækja sam­tak­anna og kom í ljós að fyr­ir­tæki í rafiðnaði gera ráð fyr­ir að ráða um 940 manns á næstu fimm árum, þar af 800 raf­virkja.

Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins

Fréttin birtist 26.02.2024 á mbl.is

Categories
Uncategorized

Fyrirmyndarfyrirtæki Nemastofu atvinnulífsins 2024

Verðlaunaafhending Nemastofu atvinnulífsins til fyrirmyndafyrirtækja fór fram laugardaginn 3. febrúar sl. samhliða nýsveinahátið Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.

Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og iðnmeisturum sem hafa náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað og fyrir framlag þeirra til starfsmenntunar í landinu.

Fyrirmyndarfyrirtæki Nemastofu atvinnulífsins árið 2024 eru:

Bílaumboðið Askja

Marel

Snyrtistofan Ágústa

og

Hasar

Nánar um Fyrirmyndarfyrirtæki Nemastofu atvinnulífsins.

Categories
Uncategorized

Metfjöldi í sveinsprófi í rafeindavirkjun á Akureyri

Fjölmennur hópur þreytti sveinspróf í rafeindavirkjun í Verkmenntaskólanum á Akureyri
dagana 11. – 13. desember sl.

Prótakar voru samtals 16 en þetta er einn fjölmennasti
árgangur nemenda í rafeindavirkjun sem lýkur sveinsprófi í greininni á Akureyri.

Prófið var haldið í Verkmenntaskólanum á Akureyri við góðar aðstæður en skólinn er vel tækjum búinn
til kennslu í greininni.

Í tilefni þessara tímamóta gaf RAFMENNT próftökum verkfæri að gjöf.

Ný prófnefnd var skipuð í rafeindavirkjun í haust og var sveinsprófið á Akureyri fyrsta verkefni nefndarinnar.

Hópurinn sem þreytti sveinspróf í rafeindavirkjun á Akureyri 2023
Aðstaða við Verkmenntaskólann á Akureyri er til fyrirmyndar.
Categories
Uncategorized

Iðnmeisturum í rafvirkjun fjölgar

Þann 15. desember sl. brautskráðustu 24 nemendur úr iðnmeistaranámi í rafvirkjun.

Við þau tímamót bauð RAFMENNT til útskriftarveislu til að samfagna þessum áfanga með verðandi rafvirkjameisturum.

Þeir Kristján Þórður Snæbjarnason formaður RSÍ, Rafiðnaðarsambands Íslands og Pétur Hákon Halldórsson formaður FLR, félags löggiltra rafverktaka, og varaformaður SART, samtaka fyrirtækja í rafiðnaði, fluttu ávörp og fjögnuðu þessari viðbót iðnmeistara í greininni.

Nemastofa atvinnulífsins óskar hinum nýútskrifuðu iðnmeisturum í rafvirkjun hjartanlega til hamingju með áfangann og hlakkar til ánægjulegs samstarfs í framtíðinni.

Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ
Pétur Hákon Halldórsson formaður FLR og varaformaður SART
Útskrifarhópur 2023 meistarar í rafvirkjun
Útskriftarhópurinn 2023, alls 24 iðnmeistarar í rafvirkjun
Categories
Uncategorized

Iðnskólarnir sprungnir: Skortir aukið rekstrarfé

Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur verið skortur á iðnmenntuðum á vinnumarkaði á síðustu árum en á sama tíma hefur 600-1.000 nemendum verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Iðnskól­ar lands­ins eru komn­ir að þol­mörk­um. Þörf er á að bæta við hús­næði og aukið rekstr­ar­fé skort­ir til að geta tekið við fleiri nem­end­um. Þetta er meðal niðurstaðna nýrr­ar grein­ing­ar Sam­taka iðnaðar­ins (SI) sem birt er í dag.
Eins og komið hef­ur fram í Morg­un­blaðinu hef­ur verið skort­ur á iðnmenntuðum á vinnu­markaði á síðustu árum en á sama tíma hef­ur 600-1.000 nem­end­um verið vísað frá iðnnámi sam­an­lagt á haust- og vorönn.

Skila halla til að mæta mikl­um fjölda um­sókna


Sam­kvæmt grein­ingu SI er hús­næði iðnskóla lands­ins full­nýtt. „Meta skól­arn­ir sem svara könn­un­inni að þeir geti tekið við sam­an­lagt 4.876 nem­end­um inn­an nú­ver­andi hús­næðis. Heild­ar­fjöldi í iðnnámi hjá þess­um skól­um er nú 4.653 og er nýt­ing­ar­hlut­fallið því ríf­lega 95%,“ seg­ir í grein­ing­unni þar sem vísað er í könn­un SI meðal skóla­stjórn­enda.
Þar kem­ur jafn­framt fram að áætlaður kostnaður við iðnnám við þá skóla sem svara könn­un­inni sé tæp­lega 9,5 millj­arðar króna á þessu skóla­ári. Sam­kvæmt könn­un­inni taka flestall­ir iðnskól­ar við fleiri nem­end­um en sem nem­ur fjár­magn­inu sem til þeirra er út­hlutað í fjár­lög­um. Marg­ir iðnskól­ar skila því halla til að mæta þeim mikla fjölda sem sæk­ir um nám í skól­un­um.

Vant­ar um einn millj­arð


Rétt um einn millj­arð króna vant­ar í skól­ana til að ná end­um sam­an og full­nýta skóla­hús­næðið. Þar fyr­ir utan vant­ar ann­an millj­arð inn í skól­ana til að bæta tækja­kost í nú­ver­andi hús­næði svo unnt sé að bjóða upp á iðnnám sem stenst nú­tíma­kröf­ur. Auk þess vant­ar fjár­magn til að fjölga kenn­ur­um, seg­ir í grein­ing­unni.

Fréttin birtist fyrst á mbl.is þann 13. desember 2023.

Categories
Uncategorized

Um 1000 fyrirtæki bjóða iðnnemum vinnustaðanám 

Á birtingalistanum eru nú um 1000 fyrirtæki sem bjóða iðnnemum vinnustaðanám í samtals 34 iðngreinum.

Fyrirtæki sem bjóða iðnnemum hefur fjölgað jafnt og þétt á árinu í öllum iðngreinum. Sjá nánar https://ferilbok-vinnustadir.inna.is/vinnustadir

Categories
Uncategorized

Stefnir í metfjölda nýsveina á árinu 2023

Á árinu luku samtals 890 iðnnemar sveinsprófi í samtals 32 iðngreinum en það einn fjölmennasti hópur iðnnema sem hefur lokið sveinsprófi hér á landi frá aldamótum.

Nýsveinar í mannvirkjagreinum er fjölmennasti hópurinn en samtals luku 546 iðnnemar sveinsprófi á árinu, í málmiðingreinum luku 105 sveinsprófi, í bíliðngreinum luku 62 sveinsprófi, í matvæla- og veitingagreinum 76, í snyrtigreinum 76, í prent- og miðlunargreinum samtals 7 og í handverks- og hönnunargreinum samtals 17.